top of page

Nú er skrítin tíð fyrir höndum.

Eins og alþjóð veit erum við komin að skrítnum tímamótum, og sagt er enginn veit sína ævi fyrr en öll er og það má svo sannarlega segja um þennan vágest sem tróð sér á milli manna og umbreyti öllu því sem við þekkjum. Mega ekki faðma og taka í hendur er svo skrítið, en þetta er allt gott og blessað ef við náum að halda þessum vágesti frá þeim sem ekki mega við að veikjast.


Nóg af þessu tali, við reynum að halda okkur við að fara í vinnu á hverjum degi til að halda rútínu, enda er það nauðsynlegt að lifa eins eðlilega og hægt er og ég er ein af þeim sem leiðist ekki með sjálfri mér, það er oftar enn ekki minn einni félagskapur sem ég hef meðan ég er að vinna :)



 


Þessi eru að verða tilbúin og koma í 3 stærðum:)

Ilmurinn er alveg dásamlegur mildur og sumarlegur. Einn af mínum uppáhalds yfir sumartímann, COCO MANGO.











 




Verið að leika sér með hippailmi sem ég kalla, en það eru Musk, Patchouli og fleiri ilmir í þessari flóru. Er ekki alveg búin að gera það upp við mig hvort ég set þessi kerti í sölu kannski ef áhugi þá skelli ég þeim á síðuna, en þetta eru bara fáein kerti í þessum stíl.







 

Við höfum þetta ekki lengra að þessu sinni en farið vel með ykkur,

þangað til næst,

kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page