Með ilmkerti á heilanum :)
Já þú last rétt, nú þegar nálgast jól þá er minn hugur farinn að snúast um hvað ég eigi að hafa á næsta ári.. hugmyndirnar hrúgast upp að vanda. Það er nefnilega komin vorhugur í minn haus :)
En hér er samt smá sýnishorn af því sem við höfum verið að gera síðustu vikur og verðum að út þessa.
Aðventukertin okkar með eða án ilms hafa notið mikillar vinsældar og við höfum gaman að búa þau til sérstaklega ef við fáum frjálsar hendur í að hanna þau. Í þau rúm 20 ár sem við höfum verið að gera ilmkerti þá er þessi tími sem fer í Aðventukerti alltaf spes. Við erum svo þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni sem á að gleðja augað og skynfæri yfir aðventuna.
Hér koma nokkrar myndir af þessum yndislegu hátíðarkertum okkar.
Við erum á lokasprettinum í þessum kertum og því um að gera að ná sér í eintök með því að panta hvort sem það er með því að gera það á vefsíðunni, hringja eða bara kíkja á okkur.
Ef óskað er eftir því að við bjóðum uppá fjölbreyttara úrval í Aðventukertunum munum við bregðast við kallinu á næsta ári.
Þangað til næst, Kær kveðja Helga í Töfraljósum
Comments