Má bjóða þér ?
- Helga í Töfraljósum
- Mar 26
- 1 min read
Við höfum verið að kertast núna og erum að klára að fylla á glös fyrir sumarið. Við höfum ekki verið mjög aktív á öllum þessum miðlum undanfarið en það eru persónulegar ástæður en við höfum nýtt tíman sem við höfum haft í að halda áfram með sumarið okkar í kertum.

Þessi eru síðustu í röðinni af brúnu kertaglösunum okkar, okkur finnst þessi glös mjög skemmtileg vegna hvernig þau spegla logan og gefa róandi birtu gegnum glasið.
Við höldum áfram með glösin og munum vera með meiri fjölbreytni í þeim. Eins og margir muna vorum við með svört glös í fyrra sumar og við endurtökum leikinn, en með fleiri ilmum. Eins og margt hjá okkur er þessi kerti aðeins í takmörkuðu upplagi. Það eru gerð 12 stk í hverjum ilm. þannig að þeir sem hafa áhuga endilega fylgist með þegar við setjum þau á síðuna hjá okkur.

Fyrstu kertin fara uppí hillu nú í þessari viku
og verða sett á vefsíðuna fljótlega eftir það.
Enn eins og margir vita þá eru þetta ekki vinna sem við erum spennt fyrir, en að hanna miða og leika sér í grafík, bætir það upp. En þessi kerti eru góð og það er allt sem skiptir máli ef þið njótið og það gleður mig:)
Þetta er nóg af mér í bili, sjáumst hress, kær kveðja, Helga í Töfraljósum
Comments