top of page

Jólin nálgast óðfluga...

Fyrir okkur sem eldri eru finnst okkur varla líða hálft ár milli jóla. Sem gerir allt mjög hratt, enda segjum við oft hver setti smjör á kaðalinn.

Eins er með jólaundirbúning hér í kertagerðinni við höfum varla komi kertunum í sölu að mikið af þeim eru búin. Við viljum hvetja fólk sem ætlar að fá kerti send til sín fyrir jólin að fara að panta, því nú lenda jólin á helgi. Og við munum ekki senda pakka eftir 17 des, nema viðskiptavinurinn sætti sig við að fá pakkann eftir jól.
 

Við viljum vekja athygli á þessum kertum, þau eru úr soyavaxi og kokteilarnir eru líka með kókosvaxi.Við notum eingöngu samþykkta kertaþræði af bæði EU og FDA.

Ilmolíurnar eru samþykktar af FDA.

Við höfum lagt okkur fram við að vera eingöngu með gæðaframleiðslu í kertunum, og með því höfum við náð að vera til i 24 ár undir sömu kennitölu og nafni.


 

Við erum með opið alla daga frá 11- 19, um helgar frá 11 - 16,

en svo er hægt að hafa samband ef þessir tímar henta ekki.


 

Þessi hér eru snilld fyrir ferðalanga sem langar að hafa rómantískan blæ hjá sér, hentar vel í ferðabíla og tilvalin gjöf fyrir ferðaþyrsta íslendinga.Þá verður þetta ekki lengra í dag verð að fara að skera vax svo þið fáið falleg endingargóð ilmkerti :)

kær kveðja Helga í TöfraljósumComments


Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page