Jól og meiri jól.....
Hér hefur verið nóg að gera bæði inni og úti :) þá á ég við hér úti í kertagerð.
Við tókum að okkur smá aukaverkefni í kertagerðinni og hefur það gengið vel að selja þau kerti en hönnun á þeim á Vala Thoroddsen og heita þau No.1 Kerti. Það hefur verið gaman að fá að gera þau enda svo allt öðruvísi en Töfraljósa kertin mín. Vala er með Instagram síðu með þessum kertum.
Við erum farin að huga að því sem verður í vor hjá okkur því ilmkerti að sumrinu er líka í góðu lagi. Enda eins og margir sumarhúsa eigendur hafa kynnst þá er gott að koma í húsin sín og geta haft notalegt við kertaljós þegar enn er skuggsýnt úti svo skemmir ekki að geta valið um hvaða ilmur henntar hverjum og einum. Enn við reynum að hafa mjög breytt úrval af ilmum á sumrin.
Við erum með fastan opnunartíma núna í desember en það er velkomið að koma á öðrum tímum ef það hentar betur, það er alltaf einhver heima til að skjótast út.
Verið velkomin :)
Kær kveðja, Helga í Töfraljósum
Comments