top of page

Jæja við erum að komast í ham :)

Við tókum okkur langt frí þetta haustið vegna persónulegra ástæðna en erum komin af stað. Byrjuðum á að taka til hendinni í Kertagallerýinu og máluðum það en það hefur ekki verið gert síðan við opnuðum 2007.


Þeir sem þekkja vel til sjá munin en panellinn var brún og því mun dekkra en nú kominn þessi ljósi litur og við alsæl :)


Við ætlum að takmarka það sem við gerum af minnstu kertunum og um leið að finna lausn á því að pakka kertunum í plast en það höfum við gert til að hlífa kertunum í flutningi.







Svo núna og fram að jólum verður opið hérna í gallerýinu frá kl. 11 - 18 alla virka daga og frá kl. 12 - 16 um helgar.








Þessar elskur eru aftur komnar í framleiðslu þær urðu uppseldar núna í September.






Jólakertin verða svo kynnt eitt af öðru á Fésbókarsíðunni og Instagraminu okkar






En nú fer að rökkva og þá er gott að kúra við kertaljós

og það skemmir ekki að anganin sé himnesk.



 

Það er komið nóg í dag af pikki, hafið góðan dag og njótið haustsins.

kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page