top of page

Ert þú búin að kaupa allar jólagjafir?

Hjá mér er svarið nei.. enda fá margir mínir nánustu kerti frá mér, skrítið kannski :)

Við erum enn að bæta við í Jólakertin og nú fer Noel að koma, hann var ekki gerður í fyrra en nú kemur hann aftur, þetta er vinsæll ilmur og sannkallaður jólailmur. Hef mikið verið með hann í aðventukertum.


Sannur Jólailmur í þessum kertum
Noel Ilmkerti
Aðventukertin okkar þetta árið verða eingöngu með Kanil, Jólaepli og Jólatré. Það fer að verða síðasti séns að panta þau. Þau eru bara framleidd fram í miðjan nóvember vegna þess að þá erum við farin að huga að áramótum og vorinu.

Nú koma þessir svokallaðir afsláttardagar dagur einhleypra og svo svartur föstudagur. Við hrífumst ekkert sérstaklega af þessum vil frekar halda jöfnu verði allt árið, en við ætlum að gefa ykkur tækifæri á að nýta 20% afslátt af kertunum á miðnætti þann 11.11 og stendur þetta í sólahring og kemur sjálfkrafa á körfuna.

 Þangað til næst, Kær kveðja, Helga í Töfraljósum


Comments


Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page