top of page

Er vorið á leiðinni ?

Já við viljum meina það, enda erum við að fylla hillurnar af vor og sumarilmum.

Meðan úti snjóar þá ilmar hér allt af blómaangan sem vekur upp bjartsýni á betri tíð.

Við munum loksins kynna Vanillulínuna okkar þetta vorið. Hún hefur verið lengi í vinnslu en við munum leggja áherslu á hana og Lavenderlínuna, enda eru þetta blöndur sem við erum ein með og fást ekki annars staðar. Við munum fara að merkja það sem við blöndum sjálf og ekki fæst annars staðar. Við höfum ekki gert það, verið feimin við að fara þá leið, enn það er það sem gera kertin okkar frábrugðnum öðrum ilmkertum sem eru á markaðnum. 


Vorum að bæta þessum ilm við en hann er sumarlegur og sætur, vorum með hann undir öðru nafni en vorum að endurnýja ilmbirgðirnar og ákváðum að leyfa réttu nafni að njóta sín. Við munum hér eftir láta ykkur vita frá hverjum blöndurnar eru. Þannig að þið getið getur átt að ykkur á ef við erum með ilmblöndur frá öðrum en okkur.


 

Við erum að bæta í hillurnar en vildum sýna ykkur hvað það er fátæklegt í bili


 

En fleira er það ekki sem okkur dettir í hug en við erum að setja inn fleiri og fleiri ilmi sem vantaði á síðuna og sumir höfðu ekki komist svo langt að vera settir inn :)

Þangað til næst, Kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments


Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square