top of page

Af lúsmýi og öðrum skepnum :)

Við höfum verið að framleiða kerti til að gera útivistina betri og losna við fluguna, þau kerti eru nú engöngu seld á Laugarvatni þar sem við höfumst við um helgar. Ekki hægt að panta þau á netinu, sömu sögu er að segja um Fríska með lavenderilm og lavenderkerti í glösum, allt til á Laugarvatni í Bakkahöllinni en ekki hér í Gallerýinu eða á netinu.


 

Við erum að fikta við að blanda ilmi og setum nýverið í hillurnar hjá okkur Berjasælu, sem er aðeins öðruvísi í útliti en við erum vön að gera.


Það er að hafa lituðu kubbanna neðst og hvíta kubba efst, enda minnti þessi ilmur á berjablöndu með rjóma, þannig að þetta var niðurstaðan, en sami ilmurinn er í gegnum allt kertið. Þessi ilmur kemur fljótlega inná vefsíðuna.

 

Við ætlum að hafa þetta stutt núna, en minnum á að opið er alla helgina hjá okkur í Töfraljósum,

þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments


Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square