top of page

Aðventuhugleiðing

Við búum í öðruvísi heimi í dag en við bjuggumst við. Við horfum á fólkið í löndunum í kringum okkur þurfa að skammta sér rafmagn, hverjum hefði dottið það í hug fyrir rúmu ári. Og að þetta skuli allt vera útaf stríðsrekstri, já heimurinn snýst upp í andhverfu sína á augnabliki. Nú upplifum við þennan ótta sem margir hafa lifað við í áratugum saman, sem við höfum aðeins verið áhorfendur að. Kannski er þetta til að minna okkur á að við erum öll manneskjur og við þurfum að bera virðingu fyrir náunganum hversu ólíkir sem menningarheimar okkar eru. Enginn ætti að þurfa að þurfa að flýja sitt heimili og land vegna stríðsbrölts valdasjúkra einstaklinga. En þannig er heimurinn okkar í dag, vonandi munu komandi kynslóðir geti breytt þessu og gefið okkur von um að þau læri að bera meiri virðingu fyrir lífinu en okkar kynslóð sem er fædd í kringum miðja síðustu öld.

Kerti sem gefa okkur hlýju og frið í hjarta

Já þetta er smá hugleiðing á mánudagsmorgni sem datt í hausinn á mér vegna þess að oftar en ekki erum við að horfa á farinn veg, vega og meta lífið og tilveruna um áramót :)


 

Við erum farin að huga að áramótum eins og sést á þessum skrifum fyrir ofan, þá framleiðum við kerti með Kampavíns ilm og svo hið sívinsæla kerti Kampavín og Jarðarber :)



Kampavínið er hins vegar í pökkun og kemur á síðuna seinna í vikunni.


Jólakertin eru enn í hillunum og bíða eftir að einhver njóti þeirra. En við erum á síðustu dögunum í framleiðslu á þeim.


 

Margir spyrja hvernig verður opnunin fyrir jól og milli jóla og áramóta. Það er skemmst frá því að segja að við munum loka hér 22 des og opnum aftur 30 janúar. Hægt verður að panta og við komum kertunum til þeirra eins verður hægt að sækja hingað á Fossheiðina á ákveðnum tímum sem við setjum upp í kringum jól, en Gallerýið sjálft verður lokað.



 


Gleðilega Aðventu.


Kær kveðja, Helga í Töfraljósum




Commentaires

Noté 0 étoile sur 5.
Pas encore de note

Ajouter une note

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page