Aðfangadags þankar
Við áttum yndislegan aðfangadag og kvöld, reyndar vorum við fámenn, en 2 af börnunum okkar eru erlendis og 2 halda jólin heima hjá sér svo við vorum bara með 2 heima og eitt barnabarn. að hafa barn með sér á aðfangadag gerir daginn alltaf skemmtilegan, enda gerir það kvöldið skemmtilegt litli stormurinn okkar er frekar snöggur að taka upp pakka hvort sem það var til hans eða einhvers annars, sem gerði kvöldið spennandi því hann var alltaf jafn hissa hvað kom undan pappírnum.
Stundum finnst manni að tíminn standi í stað þangað til maður lítur á börnin, þá sér maður hvað tíminn hefur flogið með miklum hraða.
Við Steini erum rík af börnun eigum 6 saman og það er ríkidómur sem ekki telur peninga en hamingja sem fylgir því að horfa á þau spjara sig í hinum stóra heimi er eitthvað sem ég vildi ekki missa af.
Að elska þá nánustu skilyrðistlaust er eitthvað sem gefur lífinu gildi, stundum er lífið erfitt en þá er gott að geta hallað sér að hvort öðru. Hvað sem öllu líður þá er fjölskyldur sterk þegar einum líður illa og þarf á ást og faðmlagi á að halda og þá er ekki verið að spá í hversvegna eða afhverju.
Hversu oft búum við að því að við vorum gripinn þegar við áttum okkar downtíma, jú það var þessi skilyrðislausa ást sem greip okkur og kom okkur á betri stað.
Nú líður brátt að áramótum sem oft eru notuð til að lofa öllu fögru um að bæta sig og vera góður við alla og allt, en á það ekki að vera markmið allt árið ekki bara um áramót?
Lífið er fallegt ef þú bara gerir það fallegt frá þínum dyrum þá fer á stað keðjuverkun og næsti maður tekur við keflinu, kannski er það sem þarf að gerast til að við getum lifað í friði allstaðar að við byrjum á sjálfum okkur.
Nú er ég farin að fara kasta mér í djúpulauginna stundum á ég þetta til að fara innávið til að skoða hvað ég sé að fara gera næst oft fylgir það að sköpunarkrafturinn minn fer á stað og fullt af hugsunum sem fylgja honum til að sjá næsta skref.
En þangað til næst kær kveðja Helga
留言