Að ferðast og njóta.
Við hjónakornin skruppum til Búdapest í tannlækna ferð. Sumir reka upp stór augu að fara til Ungverjalands til tannlæknis, já það er töluvert ódýrara að koma hingað þrátt fyrir að vera á hóteli og flug en á Íslandi, verðið hér er eins og við sem erum ekki á ráðherra eða bankastjórakaupi ráðum við.
Við ákváðum að fara á jólamarkaðinn sem opnaði um helgina, og þá hófst leitin mikla, við erum ekki best í að rata svo við tókum upp símanna og þeir vísuðu í sitthvora áttina, já þá voru góð ráð dýr og við ákváðum að spyrja aðra vegfarendur og krossuðum puttanna að þeir skildu ensku og að lokum eftir að hafa spurt fjölmarga sem krossuðu sig í baka og fyrir að við skildum tala þetta fáránlega mál ensku hittum við einn sem skildi okkaur og benti okkur á leiðinna, þá kom babb í bátinn. Það var búið að girða af stóran hluta af götunni og við komust ekki í gegn, þá sáum við að við gætum klifrað yfir á einum stað og skelltum okkur yfir, þökk sé því að hafa verið í sveit og vera óhrædd við smá girðingar, fólk gaf okkkur auga fannst við eitthvað skrítin.
En á jólamarkaðinn komumst við.
Hér koma smá myndbrot frá markaðinum.
Ég sjálf heillaðist af eldsmiðunum, þetta handverk finnst mér alltaf mjög heillandi.
En hér er margt annað að skoða og keramikið er náttúrlega alltaf mér kært, enda skemmtilegt að vinna leirinn.
Comments