top of page

Af síðasta þvælingi okkar til Búdapest.

Við hjónakornin datt í hug að fá verðhugmyndir hvað það kostaði að fara til tannlæknis í útlöndum og það varð úr að við fórum til Ungverjalands og fengum tilboð í það sem þurfti að gera við tennurnar okkar, það var allt flokkað og við gátum valið hvernig krónur við fengum, dýrar, ódýrar, ég þurfti að fá innplant og það kemur út á verði sem íslenskir tannalæknar geta ekki boðið upp á. Ég er með mikla tannlækna fóbíu vegna þess að ég lenti á einum harðhentum þegar ég var krakki og hef aldrei geta slakað á í stólnum hjá tannsa, það var svosem það sama uppá teningnum þarna enda var ég að fara í hendurnar á einhverjum sem ég hefði hugsanlega staðið uppfrá og sagt ég get þetta ekki, en ég fékk ungan myndalegan tannsa sem var afar mjúkhentur, held að hann hafi líka séð hversu óróleg og á taugum ég var.

Svo það varð úr að við létum þá byrja á þessum ósköpum þeir náðu að klára Steina (manninn minn) en hann fékk 6 posturlínskrónur , en ég þarf aftur til að klára þ.e fá krónu á tannplantið og brú, svo tvær krónur á jaxla.

Búdapest er afar fögur borg með byggingar með sögu, þannig að það er einginn svikin af því að fara þangað í borgarferð. gott samgöngukerfi hvort sem er með neðanjarðalestum eða strætó.

Þangað til næst, kær kv. Helga

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page