Er veturinn að hörfa ?

Við endurtökum okkur ár eftir ár, alltaf sami söngurinn er veturinn ekki að verða búinn þegar er komið að þessum árstíma, við lítum til annara landa í Evrópu og sjáum að vorið er að koma þangað með snemm blómstrandi blómum og trjám. En við búum á Íslandi og eins og við fögnum vetrinum þegar allt kemst í röð og reglu þ.e. börnin fara í skólann og fríið afstaðið þá þráum við sumarið jafn heitt eftir nokkrar vikur af frosti og kulda.

Já lífið er skrítið og sem betur fer er alltaf eitthvað sem gleður, nú fara Páskarnir að koma með allri sinni dýrð, með fermingum og páskaeggjaáti.

Hér er mynd af fermingakerti í vinnslu jú við gerum þau líka, með og án ilms og í þeim litaþemum sem óskað er. Við gerum lítið í gulum litum þar sem páskar hafa ekki haft mikið að segja í okkar viðskiptum og við ekki lagt neina áherslu á þá.

Við erum samt með lítil gleregg sem hafa verið vinsæl hjá okkur í gegnum tíðinna

þau eru í þremur litum þetta árið. Þessi egg eru nú á síðunni okkar, í fyrsta skipti.

Þangað til næst kær kv. Helga í Töfraljósum

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

 
 
G
M
T
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Text-to-speech function is limited to 200 characters
 
[removed]
 
Options : History : Feedback : Donate Close
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ

Sími: 8936804

Fossheiði 5, 800 Selfoss

©Copyright

©2017-2021 BY TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ.