Sunnudagur byrjun eða endir á vikunni?


Þetta er alltaf spurning sem ég velti oft fyrir mér, fyrir mér hafa vikurnar hvorki endir né byrjun, því hjá mér er alltaf opið, þannig að vikurnnar renna í eitt og verða að ári áður en ég get snúið mér við. Einu skiptin sem ég tel niður er þegar við skreppum til útlanda til að fá frí, þegar ég fer að telja niður er vegna þess að mér er farið að leiðast þetta leti líf. Það sem bjargar mér þar að vera með góðar skáldsögur sem ég get gleymt mér í. Ég er stundum kölluð ófélagslynd meðal fjölskyldumeðlima, enn ég er ótarlegur einfari og líður oft best með sjálfum mér, sem er í sjálfusér ekki slæmt, væri verra að mér leiddist að vera í nálvist minni :)

Kertagerðin gefur mér það að vera í samskiptum við annað fólk á skapandi hátt og ég hef alltaf gaman að fást við að gera hluti sem er gera kröfur til mín. Margir hafa kynnst mér þannig og ég er þakklát að fá að njóta samvistar við þá sem hafa haldið tryggð við mig gegnum súrt og sætt.

Reyndar á fjölskyldan mín heiður skilið að hafa reynst mér stoð og stytta gegnum allt sem þau hafa þurft að þola meðfram veikindum mínum gegnum árin. Því þá rek ég allt með harðri hendi svo viðskiptavinir mínir geti fengið sitt.

Við munum setja fleiri nýja ilmi inn á næstunni, hér koma myndir af þeim sem eru komnir á síðuna

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

 
 
G
M
T
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Text-to-speech function is limited to 200 characters
 
[removed]
 
Options : History : Feedback : Donate Close
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ

Sími: 8936804

Fossheiði 5, 800 Selfoss

©Copyright

©2017-2021 BY TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ.