Vá hvað ég er glöð!!


Jú síðan mín tofraljos.is er komin í loftið á ný :) Sem kannski einhverjir eru búnir að uppgvöta, ég er dansandi yfir þessu því ég saknaði þess að vera ekki með íslensku síðuna uppi sem ég var búin að leggja svo mikla vinni í. En núna er búið að gera einna síðu fyrir bæði .is og .com, sem er yndislegt :) takk 1984.is

Við erum svo menningarleg þessa dagana nú vorum við að koma af frábærum tónleikum með Heru Björk í Selfosskirkju með unglingakórnum. Hera hefur einstakt lag á að láta fólk hlægja og þetta voru gleðiríkir tónleikar með yndislegu tónlistarfólki og ekki þótti fólki verra þegar sú gamla eins og Hera kallaði hana kom fram og söng enn það var enginn önnur en Hjördís Geirs, eins og allir vita er hún mamma Heru.

Þar sem ég var hálf handlama þá tók ég engar myndir en þær eru í huga mér greiptar, enda var dóttur dóttir mín í kórnum og var að springa úr stolti yfir þessar flottu ömmustelpu.

Vonandi get ég farið að uppfæra síðuna von bráðar með nýjum ilmum, en það eru nokkur vinnheiti sem gætu orðið endanleg, en það er Fjallasalur, Nornaseiður, Flauelsmjúk Rómantík eða Á bleiku skýi þessi ilmur eitthvað svo mikið rómó :)))

hef nóg um að hugsa þó ég sé að bögga þær uppá sjúkrahúsi í 3 daga :)) nota þessa daga í að hugsa um texta, sniffa kertin á morgnana og fer svo með ilminn í nefinu og þá kemur oft texti sem á við þegar ég get einbeitt mér að einum ilmi í einu.

Jæja nóg fyrir þennan daginn, knús á alla sem nenna að lesa þetta og bíð ykkur öllum góða nótt.

ps. það koma myndir seinna :)))

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

 
 
G
M
T
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Text-to-speech function is limited to 200 characters
 
[removed]
 
Options : History : Feedback : Donate Close
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ

Sími: 8936804

Fossheiði 5, 800 Selfoss

©Copyright

©2017-2021 BY TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ.