Lífið er öðruvísi en reiknað er með.....


Fyrir 11 árum veiktist ég sem er ekki frásögum færandi en í dag sit ég með vökva í æð til að halda mér á fótum og minnka verkina og þetta er endurtekið efni á 4 vikna frest. Já ekki reiknaði ég með þessu að þetta myndi bíða mín. En sem betur fer hef ég áhugamál sem ég gat gert að vinnunni minni það eru ekki allir svo heppnir í minni stöðu. Fyrir bragðið lít ég á lífið sé gjöf og reyni mitt besta til þess að ég glutri ekki þessum verðmætum niður. Ég vona að þeir sem njóta kertanna minna finni að þetta er gert með góðum hug og þakklæti.

En þeir sem þekkja mig vita ég er ekki mjög alvörugefin og stutt í bros og hlátur, ég var t.d. á tónleikum á laugardagskvöldið með Eyþóri Inga stórsöngvara frá Dalvík, og ég er ekki viss um að ég kæmist á tónleika með Moniku og Palla án þess að reka upp hlátursköst, takk Eyþór :)))) Til að komast að því hvað hann lét út úr sér verðið þið að fara á tónleika með honum :)). En þar sem ég á erfitt með að sitja svona lengi hreyfingalaus þó ég sé að hlusta á tónlist var hugurinn komin á annan stað og ég held ég hafi skoðað allar teikningarnar í loftinu á Selfosskirkjunni og fékk fullt af hugmyndum með skreytingar á kertum (sumir eru ekki í lagi:) )

En ég var ósköp fegin að heyra að sjálfur söngvarinn var lítið skárri en ég :) nema hann fékk þó að hreyfa sig :). Vá ætti að fá borgað fyrir þetta :))

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

 
 
G
M
T
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Text-to-speech function is limited to 200 characters
 
[removed]
 
Options : History : Feedback : Donate Close
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ

Sími: 8936804

Fossheiði 5, 800 Selfoss

©Copyright

©2017-2021 BY TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ.