top of page

Þriðjudagsmorgun, nýjar áskoranir, ný vika.

Já hver dagur færir okkur eitthvað nýtt, það er okkar að sjá það og njóta. Á þessum skrítnu tímum þar sem við sjáum flesta ættingja okkar í gegnum fjarskiptabúnað, þá þurfum við að læra að meta allt þetta litla og fallega í nærumhverfi okkar. Fyrir mér er þetta ekki sérstaklega erfitt þar sem ég er haldin félagsfælni og á erfitt með að vera innan um marga en samt sakna ég þess að geta ekki faðmað barnabörnin. Já lífið er skrítið það sem einum finnst óþolandi finnst öðrum gott :) Þannig er lífið.

Á sunnudaginn ákvað ég að skella mér ein niðrá strönd bara til að fá smá súrefni og fá fleiri hugmyndi fyrir ilmi í kertin mín. Svona labb fyrir mig er nauðsyn til að hreinsa vitin því ég dvel langdvölum inni í kertagerð og þó ég fái oft flottar hugmyndir þar þá er þetta það besta :)


 

Við vorum að bæta við í úrvalið á síðunni, svo segið svo að labbið hafi ekki skilað sínu :) Þetta eru bæði jólakerti og sumarilmir, já sumarilmir,


sem hafa verið að vera veltast um í hausnum á mér og lét ég til skara skríða.

Hér við hliðina er yndislegur blómailmur sem á eftir að gleðja marga. Hann er léttur og ferskur.






Svo er þessi léttur og sætur (Draumur á Jólanótt) , já hann er einn af þessum sem minnir okkur á konfekt og góða bók.



Fleira af nýju er inn á síðunni svo það er bara að kíkja og sjá hvað ég er að bralla þessa daganna.


Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comentarios

Obtuvo 0 de 5 estrellas.
Aún no hay calificaciones

Agrega una calificación

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page