Langt síðan síðast...

Já ég hef verið að ná mér upp eftir örlítinn down vetur og hef því ekki verið neitt sérstaklega dugleg að láta í mér heyra. En svona er lífið stundum ekki alltaf dans á rósum:) en það kemur með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi.

Ég tók mig samt til og gerði lítil kerti því það var orðið fátæklegt í þeirri deildinni hjá mér. Bætti við nýjum tegundum sem ekki hafa fengist í litlum kertum.


og er enn að bæta við en klára það um helgina.

Þið getið kíkt á lítil kerti á síðunni.
Við verðum hér heima alla helgina að stússast í kertum enda eru fermingapantanir komnar í hús, ef þið hafið áhuga á því að fá kerti hjá okkur fyrir fermingu þá er um að gera að drífa í því við gerum kerti í næstu viku en svo ekki meir. Við ákváðum að hafa tímamörk á fermingarkertum því

oft er verið að gera þau á síðustu stundu og við viljum ekki vera að vinna kertin undir tímapressu því það kemur niður á vinnunni og oftar en ekki erum við ekki ánægð þó að takist að gera kúnnan ánægðan og ekkert vanti uppá gæðin.Sjávardraumur

En þangað til næst.. kær kv. Helga

TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ

Sími: 8936804

Fossheiði 5, 800 Selfoss

©2017 BY TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ.